Umsókn um hvalveiðar hefur borist matvælaráðuneytinu og ráðherra segir nauðsynlegt að tryggja afgreiðslu hennar. Við heyrum í ráðherra og hvalavinum sem eru allt annað en sáttir með vendingarnar.
Þá verður kafað í pólitíkina og við hittum fyrrverandi borgarstjóra sem ætlar á þing í beinni. Auk þess verður rætt við almannatengil sem segir stefna í gríðarspennandi kosningar.
Auk þessa verður farið yfir stöðuna fyrir kosningar sem nálgast óðfluga í Bandaríkjunum og við verðum í beinni með Mugison sem hefur troðið upp í hátt í hundrað kirkjum á landinu. Í Sportpakkanum kíkir Valur Páll í Víkina þar sem fólk er að búa sig undir einn stærsta knattspyrnuleik síðari ára.
Þetta og margt fleira í opinni dagskrá á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.