Handbolti

Spánverjar tóku bronsið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Spánverjar fagna bronsinu og markverðinum David Barrufet.
Spánverjar fagna bronsinu og markverðinum David Barrufet. Nordic Photos / AFP

Spánn vann í dag sigur á Króötum, 35-29, í leik um bronsið í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking.

Staðan í hálfleik var 14-12, Króötum í vil, en frábær frammistaða í síðari hálfleik tryggði Spánverjum sigur í leiknum.

Carlos Prieto skoraði sjö mörk fyrir Spánverja sem og Juan Garcia. Domagoj Duvnjak skoraði sjö mörk fyrir Króata.

Það var einnig spilað um 5.-8. sætið í nótt. Pólverjar urðu í fimmta sæti eftir nauman sigur á Rússum, 29-28. Danir unnu svo öruggan sigur á Suður-Kóreu, 37-26, í leik um sjöunda sætið.

Liðið sem Ísland vann í fjórðungsúrslitum, Pólland, náði því besta mögulega árangri sínum með því að ná fimmta sætinu og hið sama má segja um Spánverja.

Ísland náði Spán í undanúrslitum en Spánverjum tókst engu að síður að ná sér í bronsið.

Sæti á Ólympíuleikunum:

3. Spánn

4. Króatía

5. Pólland

6. Rússland

7. Danmörk

8. Suður-Kórea

9. Þýskaland

10. Egyptaland

11. Brasilía

12. Kína






Fleiri fréttir

Sjá meira


×