Handbolti

GOG tapaði stórt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Pjetur
GOG tapaði í kvöld með níu marka mun fyrir Århus GF á heimavelli, 35-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta deildarleik í kvöld eftir að hafa gengist undir aðgerð í haust og skoraði þrjú mörk. Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði tvö fyrir GOG.

FCK vann tíu marka sigur á Fredericia, 31-21. Arnór Atlason skoraði fimm mörk fyrir FCK.

Þá skoraði Gísli Kristjánsson þrjú mörk fyrir Nordsjælland sem tapaði fyrir Kolding, 34-28.

Bjerringbro-Silkeborg er á toppi deildarinnar með sautján stig. FCK er í fimmta sæti með tólf stig, Nordsjælland í sjöunda með tíu stig og GOG er í því níunda með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×