Innlent

Benedikt Hjartarson kominn 17 kílómetra

Benedikt er kominn 17 kílómetra áleiðis. Mynd/ Ermarsund.com
Benedikt er kominn 17 kílómetra áleiðis. Mynd/ Ermarsund.com

Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson sem nú er á sundi yfir Ermarsund er kominn 17 kílómetra á fimm klukkustundum. Benedikt sem lagði af stað klukkan eldsnemma í morgun finnur fyrir smá krampa í læri en er að öðru leyti í góðu lagi.

Sjóhiti er 17 gráður en til samanburðar þá er hann 10 til 12 gráður á sumrin í Reykjavík. Veðrið er þokkalegt og sjórinn er tiltölulega lygn. Spáin fer hinsvegar versnandi þegar á líður.

Gréta Ingþórsdóttir upplýsingafulltrúi sundsins segir Ermarsundið vera 32 kílómetrar í beinni loftlínu. Leiðin sé þó í það minnsta 40 kílómetrar, meðal annars vegna mikillar skipaumferðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×