Handbolti

Þórir áfram hjá Lübbecke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þórir Ólafsson verður áfram í herbúðum Lübbecke.
Þórir Ólafsson verður áfram í herbúðum Lübbecke. Mynd/Oliver Krato

Þórir Ólafsson hefur framlengt sinn við þýska handknattleiksfélagið Tus N-Lübbecke um eitt ár en félagið féll úr þýsku úrvalsdeildinni nú í vor.

Þórir gat lítið spilað í vetur vegna meiðsla en í viðtali við Vísi fyrir skömmu sagðist hann hafa áhuga að vera áfram í herbúðum félagsins jafnvel þótt það myndi falla úr úrvalsdeildinni sem varð svo raunin.

„Það segir margt um félagið að mikilvægir leikmenn eru villjugir að vera áfram hjá félaginu," sagði Uwe Kölling, framkvæmdarstjóri félagsins.

Lübbecke mun á næstu leiktíð leika í Norðurriðli B-deildarinnar, þeirri sömu og Hannover-Burgdorf leika í. Með því félagi leika Íslendingarnir Heiðmar Felixsson og Hannes Jón Jónsson.


Tengdar fréttir

Þórir meiddist aftur

Þórir Ólafsson er óviss um hvort hann verði áfram hjá þýska handboltaliðinu Lübbecke en hann meiddist öðru sinni á æfingu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×