TM og Vís biðja fólk að taka myndir af skemmdum 29. maí 2008 18:23 Svona var umhorfs í einni íbúð á Selfossi í dag. Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref. Viðbrögð vegna tjóns í jarðskjálfta Fyrstu viðbrögð við jarðskjálftum er að hafa samband við sitt tryggingafélag, umboðsmann eða Viðlagatryggingu. Allar brunatryggðar fasteignir eru vátryggðar gegn tjóni af völdum jarðskjálfta í Viðlagatryggingu Íslands. Þetta á einnig við um innbú sem tryggt er í heimilis - eða öðrum lausafjártryggingum. Vegna stærðar skjálftans í dag, fimmtudag er mikið álag á símalínum en fyrstu viðbrögð skipta miklu máli. Til dæmis þau, að taka myndir af vettvangi áður en hreyft er við hlutum. Glerbrot og aðra skemmda muni má síðan fjarlægja og halda til hliðar. Að sjálfsögðu mun starfsfólk TM leiðbeina viðskiptavinum um næstu skref í framhaldinu. Hér er einnig að finna skráningareyðublað sem nota má til að tilkynna um tjón vegna jarðskjálftans. Viðbragsáætlun VÍS vegna jarðskjálfta Í ljósi umfangs jarskjálta á suðurlandi hefur Vátryggingafélag Íslands, VÍS, sett af stað viðbragðsáætlun. Viðskiptavinum félagsins er bent á að tilkynna tjón til félagsins með því að hringja í þjónustuver í síma 560-5000 eða tilkynna tjónið á næstu þjónustuskrifstofu. Einnig er hægt að fylla út tjónstilkynningu á vef félagsins www.vis.is. Tjón á lausafé, svo sem á innbúi og húseignum af völdum jarðskjálfta er bætt af Viðlagatryggingu Íslands. Vátryggingafélag Íslands mun aðstoða Viðlagatryggingu Íslands við mat á tjóni á lausafé (innbú) en Viðlagatrygging Íslands mun meta skemmdir á húseignum. Við hvetjum þá sem lent hafa í tjóni að taka ljósmyndir af skemmdum og halda til haga skemmdu lausafé þar til skoðun hefur farið fram. Ef það er gert er óhætt að taka strax til og koma umhverfinu í samt lag. Ef fólk þarf að yfirgefa heimili sín er það hvatt til að skrúfa fyrir vatnsinntök og rjúfa rafstraum. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref. Viðbrögð vegna tjóns í jarðskjálfta Fyrstu viðbrögð við jarðskjálftum er að hafa samband við sitt tryggingafélag, umboðsmann eða Viðlagatryggingu. Allar brunatryggðar fasteignir eru vátryggðar gegn tjóni af völdum jarðskjálfta í Viðlagatryggingu Íslands. Þetta á einnig við um innbú sem tryggt er í heimilis - eða öðrum lausafjártryggingum. Vegna stærðar skjálftans í dag, fimmtudag er mikið álag á símalínum en fyrstu viðbrögð skipta miklu máli. Til dæmis þau, að taka myndir af vettvangi áður en hreyft er við hlutum. Glerbrot og aðra skemmda muni má síðan fjarlægja og halda til hliðar. Að sjálfsögðu mun starfsfólk TM leiðbeina viðskiptavinum um næstu skref í framhaldinu. Hér er einnig að finna skráningareyðublað sem nota má til að tilkynna um tjón vegna jarðskjálftans. Viðbragsáætlun VÍS vegna jarðskjálfta Í ljósi umfangs jarskjálta á suðurlandi hefur Vátryggingafélag Íslands, VÍS, sett af stað viðbragðsáætlun. Viðskiptavinum félagsins er bent á að tilkynna tjón til félagsins með því að hringja í þjónustuver í síma 560-5000 eða tilkynna tjónið á næstu þjónustuskrifstofu. Einnig er hægt að fylla út tjónstilkynningu á vef félagsins www.vis.is. Tjón á lausafé, svo sem á innbúi og húseignum af völdum jarðskjálfta er bætt af Viðlagatryggingu Íslands. Vátryggingafélag Íslands mun aðstoða Viðlagatryggingu Íslands við mat á tjóni á lausafé (innbú) en Viðlagatrygging Íslands mun meta skemmdir á húseignum. Við hvetjum þá sem lent hafa í tjóni að taka ljósmyndir af skemmdum og halda til haga skemmdu lausafé þar til skoðun hefur farið fram. Ef það er gert er óhætt að taka strax til og koma umhverfinu í samt lag. Ef fólk þarf að yfirgefa heimili sín er það hvatt til að skrúfa fyrir vatnsinntök og rjúfa rafstraum.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira