Enski boltinn

Pavlyuchenko afhuga Tottenham

NordcPhotos/GettyImages

Nú virðist sem ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum Tottenham á rússneska framherjanum Roman Pavlyuchenko eins og komið hefur fram í breskum fjölmiðlum undanfarna daga.

Haft er eftir landsliðsmanninum í Mail On Sunday í dag að hann vilji ólmur fara til Englands frá liði sínu Spartak Moskvu, en þá aðeins til Arsenal eða Chelsea.

Tottenham hefur einnig verið á eftir rússneska landsliðsmanninum Andrei Arshavin, en þau áform virðast vera runnin út af borðinu vegna upphæðarinnar sem lið hans Zenit í Pétursborg heimtar að fá fyrir hann.

Talið er að Tottenham verði að kaupa að minnsta kosti einn framherja til félagsins í sumar eftir að Robbie Keane var látinn fara til Liverpool, því enn eru sögusagnir í gangi um að Dimitar Berbatov sé einnig á leið frá félaginu - og þá til Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×