Handbolti

Arnór markahæstur í sigri FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Atlason, leikmaður FCK.
Arnór Atlason, leikmaður FCK. Mynd/Birkir Baldvinsson

FC Kaupmannahöfn vann í gær tíu marka stórsigur á TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær, 36-26.

Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir FCK og var markahæstur en Guðlaugur Arnarsson var einnig atkvæðamikill og skoraði fjögur mörk. Þorri Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir TMS.

Þá vann GOG sigur á Viborg, 35-28, og skoraði Ásgeir Örn Hallgrímsson tvö mörk fyrir fyrrnefnda liðið. Snorri Steinn Guðjónsson gat ekki leikið með GOG vegna meiðsla.

Gísli Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Nordsjælland sem vann sex marka sigur á Mors-Thy, 23-17.

Nordsjælland er í þrijða sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki, rétt eins og FCK og GOG. TMS er í neðsta sæti deildarinnar, enn stigalaust.

Úrslit gærkvöldsins:

Kolding - Bjerringbro-Silkeborg 34-32

Århus GF - Fredericia 31-33

Ajax - AaB 20-25

GOG - Viborg 35-28

Nordsjælland - Mors-Thy 23-17

TMS - FC Kaupmannahöfn 26-36

Team Tvis - Skjern 17-17






Fleiri fréttir

Sjá meira


×