Íslenski boltinn

Selfyssingar færast nær Landsbankadeildinni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Leiknir.com
Mynd/Leiknir.com

Heil umferð fór fram í 1. deild karla í kvöld. Selfoss vann 2-0 sigur á Haukum og færðist nær úrvalsdeildinni þar sem Stjarnan gerði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Þór Akureyri.

Selfyssingar hafa komið sér vel fyrir í öðru sæti deildarinnar og eru nú sex stigum á undan Stjörnumönnum sem eru í fjórða sætinu. ÍBV er í efsta sætinu, þremur stigum á undan Selfossi.

Eyjamenn unnu 1-0 útisigur á Fjarðabyggð í kvöld. Sævar Þór Gíslason og Viðar Örn Kjartansson skoruðu mörk Selfossar gegn Haukum.

KS/Leiftur er á botninum með 10 stig en liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Víkingi Reykjavík í kvöld. Njarðvík er í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig en liðið tapaði 2-1 fyrir KA á Akureyri. Leiknismenn gerðu 1-1 jafntefli á útivelli gegn Víkingi Ólafsvík en Breiðholtsliðið er í þriðja neðsta sæti með 13 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×