Handbolti

Tólf marka sigur Svía

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henrik Lundström var markahæstur Svía í dag.
Henrik Lundström var markahæstur Svía í dag. Nordic Photos / AFP
Svíþjóð vann í dag tólf marka sigur á Argentínu, 33-21, í riðli Íslands í undankeppni ÓL í handbolta.

Ísland vann í gær níu marka sigur á Argentínu en Svíar græða hins vegar ekkert á því að hafa unnið stærri sigur ef bæði Ísland og Svíþjóð verða jöfn að stigum eftir riðlakeppnina.

Nú síðar í dag mætast Ísland og Pólland en Svíar gerðu í gær jafntefli við Pólverja, 22-22.

Það þýðir að ef Ísland vinnur Pólland í dag er það öruggt um sæti á Ólympíuleikunum á Peking. En þótt Íslendingar tapi í dag geta þeir enn tryggt sér farseðilinn til Kína með sigri á Svíum á morgun.

Henrik Lundström skoraði sjö mörk fyrir Svía í dag, Jonas Larholm fimm, Dalibor Doder fjögur og þeir Oscar Carlen og Jonas Källmann þrjú hvor. Eric Gull var markahæstur hjá Argentínu með níu mörk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×