Enski boltinn

Sir Alex hrósar brasilísku tvíburabræðrunum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rafael Da Silva í leiknum í gær.
Rafael Da Silva í leiknum í gær.

Manchester United vann 2-0 sigur á Peterborough í æfingaleik í gær. Fyrra mark leiksins var sjálfsmark en það síðara skoraði Darron Gibson.

Eftir leikinn er þó mest talað um frammistöðu brasilísku tvíburabræðrana Fabio og Rafael Da Silva sem léku sinn fyrsta leik fyrir United.

Rafael lék allan leikinn í hægri bakverðinum en Fabio lék seinni hálfleikinn í vinstri bakverðinum. Þeir eru átján ára og taldir gríðarleg efni. Sir Alex Ferguson spáir þeim bjartri framtíð.

„Þessir ungu leikmenn stóðu sig frábærlega, sérstaklega Rafael sem var besti leikmaður vallarins að mínu mati. Miðað við það sem við sáum í gær þá tel ég okkur hafa góða leikmenn í höndunum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×