Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Lassana Diarra sé á leið til Real Madrid og að það verði tilkynnt á næstu tveimur sólarhringum.
Diarra gekk til liðs við Portsmouth frá Arsenal í janúar á þessu ári og hefur undanfarið verið orðaður við Manchester City og Tottenham.
En nú virðist Juande Ramos, stjóri Real Madrid, á góðri leið með að fá leikmanninn í Real Madrid en félagið mun reiðubúið að borga níu milljónir punda fyrir hann.
„Þetta er leikmaður sem ég þekki vel og ég myndi gjarnan vilja fá leikmann eins og Diarra hér," er haft eftir Ramos.