Enski boltinn

Smolarek lánaður til Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ebi Smolarek í leik með pólska landsliðinu.
Ebi Smolarek í leik með pólska landsliðinu. Nordic Photos / AFP
Pólski framherjinn Ebi Smolarek hefur verið lánaður til Bolton út þessa leiktíð frá spænska liðinu Racing Santander.

Bolton á svo þann möguleika að kaupa Smolarek í lok leiktíðarinnar.

Hann er sonur Wlodzimierz Smolarek sem er einn þekktasti knattspyrnumaður Pólverja frá upphafi. Ebi ólst upp í Hollandi þar sem faðir hans var að þjálfa en báðir hafa þeir skorað þrettán mörk með pólska landsliðinu sem er met.

Sá eldri þurfti hins vegar 60 leiki til þess að skora þrettán mörk en Ebi hefur einungis þurft 34 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×