Argentínumaðurinn Leo Messi skoraði öll þrjú mörk Barcelona sem vann Atletico Madrid 3-1 á útivelli í Konungsbikarnum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar.
Það kom ekki að sök þó Börsungar hafi hvílt nokkra af sínum helstu leikmönnum í kvöld. Eiður Smári Guðjohnsen var meðal þeirra sem fengu hvíld í leiknum.