Handbolti

Guðlaugur tryggði FCK sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðlaugur Arnarsson í búningi Gummersbach.
Guðlaugur Arnarsson í búningi Gummersbach.
FCK náði að gera Portland San Antonio mikinn grikk er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta Kaupmannahöfn í dag.

FCK vann leikinn, 28-27, og skoraði Guðlaugur Arnarsson sigurmark leiksins þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. Þetta var hans eina mark í leiknum.

Portland hefði dugað jafntefli til að komast áfram í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar en liðið var í sókn þegar skammt var til leiksloka og staðan jöfn, 27-27. Þá töpuðu þeir boltanum og Guðlaugur tryggði FCK sigurinn.

Rússneska liðið Medvedi Chekov og Portland San Antonio hlutu bæði sex stig í 1. riðli milliriðlakeppni Meistaradeildarinnar en Rússarnir komust áfram á betra markahlutfalli.

Þetta var eini sigur FCK í riðlinum. Arnór Atlason lék ekki með FCK í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×