Pör sem vilja ættleiða líða fyrir fjársvelti í góðærinu 25. ágúst 2009 05:00 Ættleiðingum fækkað Flest börn sem íslenskir foreldrar hafa ættleitt undanfarin ár hafa komið frá Kína, en nú hefur ættleiðingum þaðan fækkað verulega.Fréttablaðið/AP Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst. „Dómsmálaráðherra hefur talað eins og hún hafi mikinn skilning á okkar málum og við væntum þess að fara að sjá verulegar breytingar á næstunni," segir Hörður. Um 120 íslensk hjón bíða nú eftir því að geta ættleitt börn. Biðtíminn hefur lengst umtalsvert undanfarið og geta pör sem sækja um í dag vonast til að fá barn eftir þrjú til fjögur ár. Á síðasta ári voru þrettán börn ættleidd til landsins og allt stefnir í sama fjölda í ár, segir Hörður. Biðlistar hafa lengst mikið undanfarin ár og segir Hörður það afleiðingu þess að ættleiðingarfélögum hafi verið haldið í fjársvelti á þenslutímabilinu. Flest pör sem hafa ættleitt börn á undanförnum árum hafa ættleitt frá Kína, en nú hefur stórlega dregið úr ættleiðingum frá landinu. Sökum þess að málaflokkurinn hefur verið í fjársvelti undanfarin ár hefur ekki verið komið á ættleiðingarsambandi við nema örfá lönd, segir Hörður. Því líði fólk sem vilji ættleiða fyrir fjársveltið úr góðærinu. Fjórðungur fólks á biðlista, um 30 pör, mun detta út af biðlistum á næstunni sökum aldursmarks í íslenskum reglum. Áður en hægt er að ættleiða börn erlendis frá þarf að fá samþykki frá íslenskum dómsmálayfirvöldum. Þeir sem fá slíkt samþykki mega ekki vera eldri en 45 ára, og það gildir að hámarki í fjögur ár, segir Hörður. Þar sem bið eftir börnum hefur lengst er fjöldi fólks nú að falla á tíma. Eftir að samþykki íslenskra stjórnvalda renni út sé úti um draum þessara para um að eignast barn. Með því að leyfa samþykkinu að gilda lengur sé tekið fyrir þetta vandamál, enda til dæmis ekkert aldurshámark þegar fólk er á annað borð komið á biðlista í Kína. Íslensk ættleiðing þrýstir einnig á dómsmálayfirvöld að heimila fólki að vera á biðlistum eftir barni í fleiri en einu landi í einu, segir Hörður. Fólk sem þegar sé í biðröð í einu landi eigi að fá möguleika á því að sækja um í öðru landi án þess að falla út af biðlistum sem það hafi jafnvel verið á árum saman. Það muni stytta bið fólks eftir því að fá að ættleiða barn. Íslenska reglugerðin er svipuð og á hinum Norðurlöndunum, en annars staðar, til dæmis í Bandaríkjunum, mega pör vera á fleiri en einum biðlista, segir Hörður.- bj Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst. „Dómsmálaráðherra hefur talað eins og hún hafi mikinn skilning á okkar málum og við væntum þess að fara að sjá verulegar breytingar á næstunni," segir Hörður. Um 120 íslensk hjón bíða nú eftir því að geta ættleitt börn. Biðtíminn hefur lengst umtalsvert undanfarið og geta pör sem sækja um í dag vonast til að fá barn eftir þrjú til fjögur ár. Á síðasta ári voru þrettán börn ættleidd til landsins og allt stefnir í sama fjölda í ár, segir Hörður. Biðlistar hafa lengst mikið undanfarin ár og segir Hörður það afleiðingu þess að ættleiðingarfélögum hafi verið haldið í fjársvelti á þenslutímabilinu. Flest pör sem hafa ættleitt börn á undanförnum árum hafa ættleitt frá Kína, en nú hefur stórlega dregið úr ættleiðingum frá landinu. Sökum þess að málaflokkurinn hefur verið í fjársvelti undanfarin ár hefur ekki verið komið á ættleiðingarsambandi við nema örfá lönd, segir Hörður. Því líði fólk sem vilji ættleiða fyrir fjársveltið úr góðærinu. Fjórðungur fólks á biðlista, um 30 pör, mun detta út af biðlistum á næstunni sökum aldursmarks í íslenskum reglum. Áður en hægt er að ættleiða börn erlendis frá þarf að fá samþykki frá íslenskum dómsmálayfirvöldum. Þeir sem fá slíkt samþykki mega ekki vera eldri en 45 ára, og það gildir að hámarki í fjögur ár, segir Hörður. Þar sem bið eftir börnum hefur lengst er fjöldi fólks nú að falla á tíma. Eftir að samþykki íslenskra stjórnvalda renni út sé úti um draum þessara para um að eignast barn. Með því að leyfa samþykkinu að gilda lengur sé tekið fyrir þetta vandamál, enda til dæmis ekkert aldurshámark þegar fólk er á annað borð komið á biðlista í Kína. Íslensk ættleiðing þrýstir einnig á dómsmálayfirvöld að heimila fólki að vera á biðlistum eftir barni í fleiri en einu landi í einu, segir Hörður. Fólk sem þegar sé í biðröð í einu landi eigi að fá möguleika á því að sækja um í öðru landi án þess að falla út af biðlistum sem það hafi jafnvel verið á árum saman. Það muni stytta bið fólks eftir því að fá að ættleiða barn. Íslenska reglugerðin er svipuð og á hinum Norðurlöndunum, en annars staðar, til dæmis í Bandaríkjunum, mega pör vera á fleiri en einum biðlista, segir Hörður.- bj
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Sérstök öryggisstofnun í startholunum Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Sérstök öryggisstofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira