AGS segir afrek hversu hratt tókst að endurreisa bankana 30. október 2009 04:00 Mark Flanagan, verkefnisstjóri hjá AGS. Mynd/GVA Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Efnahagsmál Það er mikið afrek að tekist hafi að endurfjármagna helstu banka landsins á rúmu ári, að mati Marks Flanagan, yfirmanns sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gagnvart Íslandi. Þetta kom fram á símafundi sem Flanagan hélt síðdegis í Bandaríkjunum í gær með meðlimum Íslensk-ameríska verslunarráðsins, undir stjórn Ólafs Jóhanns Ólafssonar, formanns ráðsins. Á fundinum kom einnig fram að AGS telur íslensk stjórnvöld vera komin lengra á veg við að draga úr ríkisútgjöldum en gert var ráð fyrir. Hrósaði Flanagan vinnu stjórnvalda við fjárlagagerðina og því samráði sem hefur verið haft við helstu hagsmunahópa landsins. „Það sem gerðist á Íslandi er í raun án fordæma," sagði Flanagan spurður um stöðu landsins í samanburði við önnur verkefni sem hann hefur reynslu af víða um heim. Flanagan benti á að í öðrum löndum, þar sem aðstæður hafa verið svipaðar, hafi tekið 24 til 36 mánuði að koma fjármálakerfinu á svipaðan stað og það er nú á Íslandi. Hann segir að það hafi verið óraunhæf bjartsýni að gera ráð fyrir að endurreisn bankanna gæti gengið hraðar fyrir sig en raunin hefur orðið. Ýmsum verkefnum er þó enn ólokið. Til dæmis endurskoðun á regluverki og eftirliti með fjármálamarkaðinum. Þá sagði Flanagan að Ísland nyti betri vaxtakjara en önnur krísulönd hefðu að meðaltali gert. Vaxtakjör AGS segir hann mun betri en Íslandi bjóðist annars staðar. Sjóðurinn innheimtir eins prósents álag á þann kostnað sem hann ber af lánunum. Á þeim eru fljótandi vextir, en umreiknað í fasta vexti til tólf ára nema þeir 6,57 prósentum. Flanagan segir að Ísland fengi tæplega lán á opnum markaði nema með vöxtum í tveggja stafa tölu. Flanagan sagði á fundinum að sjóðurinn muni ekki blanda sér í umræðuna um stóriðjuframkvæmdir á Íslandi, þær séu innanríkismál. Hitt liggi fyrir að innlend neysla muni ekki standa undir endurreisninni ein og sér. Íslendingar þurfi á beinni erlendri fjárfestingu að halda og muni væntanlega nýta sér það forskot sem landið hefur þegar kemur að orkufrekum verkefnum. Að mati Flanagans er íslenskt bankakerfi of stórt og þarf að minnka á næstu misserum. - jab, jk / sjá síðu 12
Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira