Knapi rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum 8. ágúst 2009 16:15 Þórður Þorgeirsson. Mynd/ Anton Brink Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Þórður Þorgeirsson, tamningamaður og knapi, hefur verið rekinn úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrota. Fréttavefurinn Hestafréttir.is greindi frá þessu í hádeginu. Heimsmeistaramót íslenska hestsins stendur nú yfir í Brunnadern í Sviss. Þórður var valinn í landsliðið sem kynbótaknapi og átti að sýna stóðhestinn Kjarna frá Auðsholtshjáleigu í kynbótadómi í flokki sex vetra stóðhesta. Þórður átti að sitja Kjarna í yfirlitssýningu í dag. Á síðasta sunnudagskvöld var haldið svokallað Landakvöld á mótssvæðinu í Brunnadern. Myndbandi frá því kvöldi hefur verið lekið á vefsíðuna Youtube en á því sjást landsliðsmennirnir stíga sporið við hin ýmsu lög, meðal annars hið margrómaða Macarena. Þórður hefur sig þó hvað mest í frammi. Á spjallsvæði Hestafrétta ræða menn mikið um það sem fyrir augu ber á myndbandinu og eru skiptar skoðanir. Sumum þykir í lagi að menn lyfti sér upp, öðrum finnst þannig hegðun ekki sæma mönnum sem eru að keppa á alþjóðlegu móti fyrir Íslands hönd. Á Hestafréttir.is er rætt við Einar Öder Magnússon sem staðfesti við vefinn að Þórði hefði verið vikið úr landsliðinu. Þar segist hann hafa varað Þórð við, en það ekki dugað. „Agabrot af þessu tagi eru ófyrirgefanleg og hestamennskunni til vansa," segir Einar í samtali við Hestafréttir. Í viðtali Hestafrétta við Einar er líkum að því leitt að fleiri hafi gerst brotlegir á svipaðan hátt og Þórður. Einar er því spurður hvort ekki eigi jafnt yfir alla að ganga. „Ekki náðist að sanna á fleiri knapa þó sögusagnir segja annað. Þetta er bara mannleg tragedía og hræðilegt að þurfa að taka á, en svona er þetta bara, en ég vill ekki eyða meiri orku eða tíma í þetta leiðinlega mál. Ég ætla að sinna landsliðinu sem er enn í keppninni," segir Einar og bætir við að málið sé úr hans höndum. „Aganefnd ÍSÍ mun taka nánar á málinu."Mótið hefur farið vel fram og íslensku knöpunum gengið prýðilega. Þetta atvik bregður þó eilitlum skugga á annars frábært mót.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira