Ítalskir fjölmiðlar halda því fram í dag að Real Madrid muni gera Inter Milan risatilboð í sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic ef Florentino Perez kemst til valda hjá félaginu í sumar.
Tuttosport segir að Real hafi þegar sett sig í samband við Ibrahimovic og boðið honum 2,5 milljarða króna í árslaun fyrir að flytja til Spánar.
Það myndi þýða rösklega 50% launahækkun fyrir Svíann, sem nú þegar er einn launahæsti knattspyrnumaður heimsins.