Patrekur: Áttum skilið eitt stig Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. nóvember 2009 20:56 Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína. Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Stjörnumenn hefðu getað stolið stigi af Akureyri í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri var fjórum mörkum yfir þegar skammt var eftir en Stjörnumenn minnkuðu muninn í eitt mark og fengu tvö færi í síðustu sókninni til að tryggja sér stig. Allt kom fyrir ekki en þjálfarinn Patrekur Jóhannesson var samt sem áður nokkuð sáttur eftir leik. „Þetta var klaufaskapur í okkur. Við áttum skilið eitt stig og það er fúlt að ná því ekki en ég er mjög ánægður með strákana, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn spilaðist. Við erum að klúðra fullt af dauðafærum, sem er ánægjulegt því það er framför frá því að fá engin dauðafæri. Þetta var glimrandi leikur hjá okkur.“ „Miðað við mitt lið sem er ungt að árum og þetta er góður skóli fyrir þá. Við vorum ekki líklegir þegar það voru fimm mínútur eftir en við gáfumst ekki upp og það er mjög jákvætt. En ég er samt svekktur að ná ekki stigi því þetta telur allt í þessari deild. Hún er mjög jöfn og við viljum hala inn stig, þess vegna erum við í þessu.“ „Þetta er á réttri leið hjá okkur og við höfum verið það í öllum leikjum nema gegn Val. Þegar við leggjum okkur fram og náum að kreista fram baráttu og vilja þá er getan til staðar ef við stöndum saman. Við erum ekki með menn sem vinna leiki upp á eigin spýtur en við erum með massífa heild,“ sagði Patrekur. Tæplega 1000 manns voru á leiknum og mynduðu ágæta stemningu en Patrekur minnist gömlu dagana úr KA-heimilinu en Akureyri leikur nú heimaleiki sína í Höllinni. „Þetta er flottur heimavöllur þrátt fyrir að KA-heimilið, minn heimavöllur, sé margfalt betri. Þetta hús er bara djók miðað við stemninguna sem náðist upp þar,“ sagði Patrekur með bros á vör yfir minningunum. „Það heyrist ekkert í þessu fólki miðað við fólkið sem var hérna fyrir tíu árum. Það er greinilega búið að eldast,“ sagði Patrekur og hló. „En eins og ég segi, þá er þetta svekkjandi, en ég er orðinn alveg rólegur núna eftir að hafa talað við þig í tvær mínútur,“ sagði Patrekur og hljóp sem fætur toguðu beint út í flugvél með strákana sína.
Olís-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira