Viðskipti innlent

Valitor: Kortaþjónustan er síkvartandi

Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitors, segir Kortaþjónustuna síkvartandi.
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitors, segir Kortaþjónustuna síkvartandi.

Kortaþjónustan hefur kvartað undan tuttugu fyrirtækjum á árinu til samkeppniseftirlitsins - oftast bönkum - en mögulegt er að það sé ekki tæmandi tala samkvæmt tilkynningu sem Valitor sendi frá sér.

Vísir sagði frá því fyrr í dag að Kortaþjónustan hafi kvartað undan Valitor og sakað þá um að mismuna viðskiptavinum. Málið er inn á borði Samkeppniseftirlitsins sem hefur vart undan kvörtunum Kortaþjónustunnar sem hefur meðal annars kvartað undan öllum þjónustubönkunum auk fjölmargra sparisjóða samkvæmt tilkynningu Valitors.

Kortaþjónustan er umboðsaðili danska kortafyrirtækisins PBS á Íslandi og starfar á færsluhirðingarmarkaði í umboði danska félagsins. PBS er í eigu viðskiptabankanna í Danmörku og danska Seðlabankans. Í tilkynningu Valitors segir að PBS njóti einokunarstöðu á dönskum færsluhirðingarmarkaði.

Í tilkynningu Valitors segir ennfremur að þeir telji kæru Kortaþjónustunnar ekki eiga við rök að styðjast og árétta að Valitor hafi fylgt reglum í hvívetna.

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá fyrirtækinu fyrir rúmri viku síðan vegna kvartanna.

Fyrirtækin sem Valitor heldur fram að Kortaþjónustan hafi kvartað undan til samkeppniseftirlitsins eru eftirfarandi:

Nýi Kaupþing banki hf.

Nýi Landsbankinn hf.

Íslandsbanki hf.

Netbankinn

Kreditkort hf

Sparisjóður Reykjavíkur og nárgrennis (SPRON)

BYR- Sparisjóður

Sparisjóðurinn í Keflavík

Sparisjóður Bolungarvíkur

Sparisjóður Höfðhverfinga

Sparisjóður Vestmannaeyja

Sparisjóður Mýrarsýslu

Sparisjóður Norðfjarðar

Sparisjóður Ólafsfjarðar

Sparisjóður Strandamanna

Sparisjóður Suður Þingeyinga

Sparisjóður Svarfdæla

Sparisjóður Þórshafanr og nágrennis

AFL sparisjóður (Sparisjóður Siglufjarðar)

VALITOR


Tengdar fréttir

Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins

Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári.

Segir Valitor mismuna viðskiptavinum sínum

„Valitor hefur ekkert lært af reynslunni og heldur áfram að nýta sér markaðsráðandi stöðu sína með ólöglegum aðgerðum,“ segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag hefur Kortaþjónustan sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×