Viðskipti innlent

Kæra Valitor til Samkeppniseftirlitsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, sakar Valitor um ítrekuð samkeppnislagabrot. Mynd/ Arnþór.
Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, sakar Valitor um ítrekuð samkeppnislagabrot. Mynd/ Arnþór.
Kortaþjónustan hefur sent kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Valitor er sakað um margvísleg og ítrekuð brot á samkeppnislögum og nokkrum tilteknum skilmálum þeirrar sáttar sem fyrirtækið gerði við Samkeppniseftirlitið á síðastliðnu ári.

Í tilkynningu frá Kortaþjónustunni segir að kvörtunin snúi að misnotkun á markaðsráðandi stöðu, til dæmis með sértækum verðlækkunum, ólögmætri samtvinnun á þjónustuþáttum, ómálefnalegri beitingu hópaðildarfyrirkomulags og fleiru. Í kvörtuninni kemur fram að um sé að ræða mjög alvarleg brot á 11. og 12. grein samkeppnislaganna.

„Ekki er nema eitt og hálft ár síðan Valitor, Borgun og Fjölgreiðslumiðlun náðu sáttum við Samkeppniseftirlitið um greiðslu á 735 milljóna kr. sektum, þar sem fyrirtækin viðurkenndu langvarandi og víðtæk samkeppnislagabrot. Á síðustu misserum hefur flestum stjórnendum verið skipt út hjá Valitor. Því miður virðist sem sama vanvirðingin við samkeppnislög sé enn ráðandi þar á bæ," segir Jóhannes Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×