Fótbolti

Guardiola brjálaður út í dómarann í Chelsea-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, í leiknum í gær.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, í leiknum í gær. Mynd/AFP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var allt annað en sáttur með þýska dómarann Wolfgang Stark í fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Chelsea í Meistaradeildinni í gær en leiknum endaði með markalausu jafntefli.

Guardiola segir það hafa verið rangt að spjalda þá Yaya Toure og Carles Puyol. Puyol verður í kjölfarið í leikbanni í seinni leiknum. Þá heldur spænski þjálfarinn því fram að landi dómarans, Michael Ballack, hefði átt að fá reisupassann fyrir brot á Andres Iniesta í lok leiksins.

„Ég trúi því varla að liðið sem er reyna að spila fótbolta endi með jafnmörg spjöld og liðið sem reyndi bara að brjóta af sér," sagði Guardiola á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Það var algjör skandall að Ballack skildi ekki vera rekinn útaf. Andres var á leiðinni inn í teiginn og í átt að marki. Þetta var augljóslega annað gula spjaldið hans Ballack," sagði Guardiola.

Guardiola talaði um að hann hefði lagt áherslu á það við sína menn að sýna prúðmennsku inn á vellinum.

„Það á að skipta máli hvernig leik liðin spila. Það lið sem sækir á að njóta góðs af því. Ég sagði við mína leikmenn fyrir leikinn. Engar harðar tæklingar og engin brot. Það var okkar vinnuregla í þessum leik," sagði Guardiola svekktur.

„Ef að litlu atriðin koma til með að ráða því hver vinnur Meistaradeildina í ár þá á þessi leikur ekki eftir að hjálpa okkur," sagði Guardiola að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×