Ingólfur H. Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka: Ár endurreisnar í íslenskri hagsögu 30. desember 2009 06:00 Ársins 2009 verður eflaust minnst fyrir að vera ár endurreisnar í íslenskri hagsögu. Eftir að gjaldeyris- og bankakreppan brast á árið 2008 voru fjölmörg verkefni sem biðu úrlausnar á árinu 2009. Í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda sem gerð var í nóvember 2008 voru lagðar línurnar í þessum verkum þar sem stefnt var að því að ná gengi krónunnar stöðugu, styrkja stöðu ríkissjóðs og að endurreisa íslenskt bankakerfi. Stöðugleikinn mikilvægurÝmislegt hefur áunnist í þessum stefnumálum á árinu. Með höftum á gjaldeyrismarkaði, háum stýrivöxtum Seðlabankans og þar til nýverið inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hefur náðst að halda krónunni stöðugri um hríð. Hefur sá stöðugleiki verið efnahagslífinu mikilvægur og kærkomið skjól til uppbyggingar. Með þessum aðgerðum hefur verðbólgan hjaðnað allnokkuð og svigrúm skapast fyrir lækkun vaxta. Hvorutveggja hefur verið jákvætt þó að enn sé verðbólgan talsvert mikil og vextirnir háir. Reikna má með því að höftin verði áfram hér á næsta ári að minnsta kosti en að vextirnir lækki frekar og verðbólgan hjaðni. enn margt ógertEndurreisn bankakerfisins hefur gengið betur en upprunalega var áætlað. Er nú orðið ljóst að eiginfjárframlag ríkissjóðs til bankanna er mun minna en reiknað var með eftir hrunið og munar þar ríflega 200 milljörðum króna. Þá er erlent eignarhald bankanna kostur en meðal annars má vænta að það geri erlenda fjármögnun þeirra mögulega fyrr en ella. Þrátt fyrir þennan áfanga er enn margt ógert við uppbyggingu bankakerfisins en á nýju ári blasir við að leysa þarf úr ýmsum málum í sparisjóðakerfinu og koma fjármálamörkuðum í eðlilegra horf. krefjandi verkefniLangtímaáætlun í ríkisfjármálum leit dagsins ljós á árinu þar sem lýst er með hvaða hætti ríkisstjórnin ætlar að láta enda ná saman á næstu árum og byrja að greiða upp skuldir. Leyft verður að innbyggðir sveiflujafnarar ríkisfjármála virki áfram en að hallinn á ríkissjóði sé minnkaður bæði með niðurskurði ríkisútgjalda og hækkun skatta. Ljóst er að þrátt fyrir aðgerðirnar verður ríkissjóður hvetjandi fyrir eftirspurn í landinu á næsta ári og hjálpar þannig til við að hefja það upp úr þeirri kreppu sem þá verður í algleymingi. Aðgátar er þörf í þessum málum þar sem skuldastaða ríkissjóðs hefur versnað allverulega núna í hruninu og verkefni næstu ára verður að grynnka á þeim skuldum. minni kreppaKreppan á árinu 2009 hefur ekki verið eins mikil og fyrst var reiknað með. Spár um þróun landsframleiðslu hljóðuðu fyrst upp á nær tíu prósenta samdrátt á árinu en nú er líklegt að samdrátturinn hafi verið um eða innan við sjö prósent. Að sama skapi hefur atvinnuleysi ekki vaxið jafn skarpt og búist var við. Ljóst er þó að samdrátturinn er ærinn og atvinnuleysið meira en Íslendingar hafa áður þurft að búa við. Eignir hafa lækkað í verði og skuldir hækkað og hefur því efnahagsleg staða fyrirtækja og heimila versnað umtalsvert á afar skömmum tíma. Kreppan er þannig ein sú erfiðasta sem hagkerfið hefur þurft að ganga í gengum. mikilvægt að opna hagkerfiðÁrið 2010 verður að öllum líkindum árið þar sem hagkerfið finnur botn kreppunnar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á enn eftir að dragast saman sem og einkaneyslan. Fjárfesting á einnig eftir að finna botninn og sömuleiðis húsnæðisverð. Unnið verður að úrlausn í fjárhagsvanda fyrirtækja og heimila og má reikna með því að uppsveiflan verði drifin af erlendri fjárfestingu og útflutningi sem nú nýtur góðs af lágu raungengi og því að fjármálakreppan hefur ekkert skert helstu náttúruauðlindir landsins. Þó svo að botninn í kreppunni finnist á næsta ári mun endurreisnarstarfið halda áfram hér á næstu árum. Þar er afar mikilvægt að opna hagkerfið á ný og byggja undir traust þess. Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Ársins 2009 verður eflaust minnst fyrir að vera ár endurreisnar í íslenskri hagsögu. Eftir að gjaldeyris- og bankakreppan brast á árið 2008 voru fjölmörg verkefni sem biðu úrlausnar á árinu 2009. Í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda sem gerð var í nóvember 2008 voru lagðar línurnar í þessum verkum þar sem stefnt var að því að ná gengi krónunnar stöðugu, styrkja stöðu ríkissjóðs og að endurreisa íslenskt bankakerfi. Stöðugleikinn mikilvægurÝmislegt hefur áunnist í þessum stefnumálum á árinu. Með höftum á gjaldeyrismarkaði, háum stýrivöxtum Seðlabankans og þar til nýverið inngripum Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hefur náðst að halda krónunni stöðugri um hríð. Hefur sá stöðugleiki verið efnahagslífinu mikilvægur og kærkomið skjól til uppbyggingar. Með þessum aðgerðum hefur verðbólgan hjaðnað allnokkuð og svigrúm skapast fyrir lækkun vaxta. Hvorutveggja hefur verið jákvætt þó að enn sé verðbólgan talsvert mikil og vextirnir háir. Reikna má með því að höftin verði áfram hér á næsta ári að minnsta kosti en að vextirnir lækki frekar og verðbólgan hjaðni. enn margt ógertEndurreisn bankakerfisins hefur gengið betur en upprunalega var áætlað. Er nú orðið ljóst að eiginfjárframlag ríkissjóðs til bankanna er mun minna en reiknað var með eftir hrunið og munar þar ríflega 200 milljörðum króna. Þá er erlent eignarhald bankanna kostur en meðal annars má vænta að það geri erlenda fjármögnun þeirra mögulega fyrr en ella. Þrátt fyrir þennan áfanga er enn margt ógert við uppbyggingu bankakerfisins en á nýju ári blasir við að leysa þarf úr ýmsum málum í sparisjóðakerfinu og koma fjármálamörkuðum í eðlilegra horf. krefjandi verkefniLangtímaáætlun í ríkisfjármálum leit dagsins ljós á árinu þar sem lýst er með hvaða hætti ríkisstjórnin ætlar að láta enda ná saman á næstu árum og byrja að greiða upp skuldir. Leyft verður að innbyggðir sveiflujafnarar ríkisfjármála virki áfram en að hallinn á ríkissjóði sé minnkaður bæði með niðurskurði ríkisútgjalda og hækkun skatta. Ljóst er að þrátt fyrir aðgerðirnar verður ríkissjóður hvetjandi fyrir eftirspurn í landinu á næsta ári og hjálpar þannig til við að hefja það upp úr þeirri kreppu sem þá verður í algleymingi. Aðgátar er þörf í þessum málum þar sem skuldastaða ríkissjóðs hefur versnað allverulega núna í hruninu og verkefni næstu ára verður að grynnka á þeim skuldum. minni kreppaKreppan á árinu 2009 hefur ekki verið eins mikil og fyrst var reiknað með. Spár um þróun landsframleiðslu hljóðuðu fyrst upp á nær tíu prósenta samdrátt á árinu en nú er líklegt að samdrátturinn hafi verið um eða innan við sjö prósent. Að sama skapi hefur atvinnuleysi ekki vaxið jafn skarpt og búist var við. Ljóst er þó að samdrátturinn er ærinn og atvinnuleysið meira en Íslendingar hafa áður þurft að búa við. Eignir hafa lækkað í verði og skuldir hækkað og hefur því efnahagsleg staða fyrirtækja og heimila versnað umtalsvert á afar skömmum tíma. Kreppan er þannig ein sú erfiðasta sem hagkerfið hefur þurft að ganga í gengum. mikilvægt að opna hagkerfiðÁrið 2010 verður að öllum líkindum árið þar sem hagkerfið finnur botn kreppunnar. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á enn eftir að dragast saman sem og einkaneyslan. Fjárfesting á einnig eftir að finna botninn og sömuleiðis húsnæðisverð. Unnið verður að úrlausn í fjárhagsvanda fyrirtækja og heimila og má reikna með því að uppsveiflan verði drifin af erlendri fjárfestingu og útflutningi sem nú nýtur góðs af lágu raungengi og því að fjármálakreppan hefur ekkert skert helstu náttúruauðlindir landsins. Þó svo að botninn í kreppunni finnist á næsta ári mun endurreisnarstarfið halda áfram hér á næstu árum. Þar er afar mikilvægt að opna hagkerfið á ný og byggja undir traust þess.
Mest lesið Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur 2 Guys á Ægisíðu lokað Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fleiri fréttir 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Sjá meira