Viðskipti erlent

Lánakjörin batna hjá Atlantic Petroleum

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum hefur náð samkomulagi við lánadrottna sína um betri kjör á lánum til endurfjármögnunnar félagsins. Tilkynnt var um endurfjármögnunina þann 9. júní en hún fólst í bæði auknum lántökum og hlutafjáraukningu.

 

Í tilkynningu nú segir Wilhelm Petersen forstjór Atlantic Petroleum m.a. að stjórn félagsins sé hæst ánægð með að tekist hafi að ná betri kjörum á lánum þess. „Bætt lánakjör munu veita félaginu aukin fjárhagslegan sveigjanleika og eru þar að auki til marks um aukið traust lánadrottna á starfsemi Atlantic Petoleum," segir Petersen.

 

Fram kemur í tilkynningunni að lokauppgjör lánanna sé áfram 31. desember 2010 en með nýja samkomulaginu er möguleiki á að framlengja þann frest. Þá er einnig sagt að fyrirhuguð hlutafjáraukning hjá félaginu verði tilkynnt fljótlega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×