Þýska liðið Bayern München hefur tryggt sér sóknarmanninn Ivica Olic frá Hamborg.
Olic mun ganga til liðs við Bayern þann 1. júlí í sumar en þá tekur í gildi þriggja ára samningur.
Olic er 29 en hann á 62 landsleiki að baki fyrir Króatíu. Hann hefur verið hjá Hamborg síðan 2007 þegar hann kom frá CSKA í Moskvu.
Bayern ætlar sér hinsvegar að selja Lukas Podolski sem settur hefur verið á sölulista.