Fótbolti

Klinsmann rekinn frá Bayern

Klinsi tókst ekki að ná stöðugleika með Bayern
Klinsi tókst ekki að ná stöðugleika með Bayern AFP

Jurgen Klinsmann hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari þýska stórliðsins Bayern Munchen eftir enn eitt tapið um helgina.

Klinsmann hefur verið undir mikilli pressu í allan vetur en enn eitt tapið á heimavelli, nú fyrir Schalke, þýðir að liðið er í þriðja sæti deildarinnar. Bayern er þremur stigum á eftir toppliði Wolfsburg en hefur aldrei náð efsta sætinu í allan vetur.

Klinsmann tók við Bayern síðasta sumar en tapaði sjö af 29 leikjum sínum sem þjálfari liðsins, þar af fimm síðan um áramót.

Það er fyrrum þjálfari liðsins Jupp Heynckes sem tekur við Bayern til loka leiktíðar og stýrir hann sinni fyrstu æfingu í fyrramálið. Hann var þjálfari liðsins á árunum 1987-91 og vann tvo titla á þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×