Enski boltinn

Fabian Delph arftaki Scholes?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Delph er talinn framtíðarlandsliðsmaður Englands.
Delph er talinn framtíðarlandsliðsmaður Englands.

Í enskum fjölmiðlum er sagt að Manchester United hafi gert tilboð í Fabian Delph, 19 ára miðjumann Leeds. Fulham hefur einnig áhuga á Delph en á litla möguleika á að krækja í leikmanninn ef United er komið í spilið.

Delph hefur verið líkt við Paul Scholes, er miðjumaður sem hefur auga fyrir mörkum. Hann hefur átt fast sæti í liði Leeds á þessu tímabili og er talið að Sir Alex Ferguson hugsi hann sem arftaka Scholes.

Samkvæmt The Sun hefur Sir Alex Ferguson sagt Leeds að þeir geti fengið unga og efnilega leikmenn lánaða frá United. Er þá verið að tala um miðjumennina Darron Gibson og Rodrigo Possebon.

Gibson er 21. árs og hefur þegar leikið þrjá landsleiki fyrir Írland. Possebon er 19 ára og er í framtíðaráætlunum Ferguson sem vill þó gefa honum meiri reynslu meðan hann jafnar sig á meiðslum.

Possebon var heppinn að meiðast ekki mjög illa þegar Emmanuel Pogatetz átti mjög slæma tæklingu í september á síðasta ári. Possebon þurfti að yfirgefa völlinn á börum og var gefið súrefni um leið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×