Fótbolti

Búið að reka Ramos eftir aðeins sex vikur í starfi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Juande Ramos.
Juande Ramos. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Juande Ramos hefur ekki fengið langan tíma til þess að átta sig á hlutunum hjá CSKA Moskvu en hann var rekinn í dag eftir aðeins sex vikur í starfi.

Ramos tók við í september af Brasilíumanninum Zico sem var einnig látinn fara út af slæmu gengi liðsins.

Á þessum sex vikum hafði Ramos unnið fjóra leiki af níu með CSKA Moskva í rússnesku deildinni en liðið er nú tíu stigum á eftir toppliði Rubin Kazan.

Leonid Slutsky hefur verið ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri CSKA Moskva og mun hann stýra liðinu til loka keppnistímabilsins í Rússlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×