Fótbolti

Færeyingar mæta með reynslulítið landslið til Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fróði Benjaminsen í leik með færeyska landsliðinu.
Fróði Benjaminsen í leik með færeyska landsliðinu. Mynd/GettyImages

Heðin Askham, starfandi landsliðsþjálfari Færeyinga, hefur valið landsliðshóp sinn sem er á leiðinni til Íslands og mun mæta íslenska landsliðinu í Kórnum 22. mars næstkomandi.

Heðin kemur með ungt og óreynt landslið til Íslands en aðeins þrír í hópnum hafa leikið meira en tíu landsleiki. Í hópnum eru sex nýliðar og aðrir þrír leikmenn sem hafa ekki leikið meira en 2 landsleiki.

Fróði Benjaminsen úr HB og fyrrverandi leikmaður Fram er leikjahæstur í hópnum með 50 landsleiki en Símun Samuelsen, núverandi leikmaður Keflavík, er þriðji leikjahæsti leikmaður liðsins með 21 leik.

Enska liðið Manchester City á einn fulltrúa í hópnum því nýliðinn Gunnar Nielsen er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu, Nielsen er 22 ára og 191 sentímetra markvörður sem var hjá Motherwell (lán) og Blackburn Rovers áður en hann kom til City.

Landsliðshópur Færeyja á móti Íslandi:

Fróði Benjaminsen, HB 50 landsleikir, 2 mörk

Súni Olsen, Víkingur 32 landsleikir, 2 mörk

Símun Samuelsen, Keflavík 21 landsleikur, 1 mark

Jóhan Troest Davidsen, NSÍ 9 landsleikir

Bogi Løkin, NSÍ 5 landsleikir, 1 mars

Arnbjørn Hansen, EB/Streymur 5 landsleikir

Egil á Bø, EB/Streymur 5 landsleikir

Einar Hansen, NSÍ 5 landsleikir

Jónas Þór Næs, NSÍ 5 landsleikir

Andreas Lava Olsen, Víkingur 2 landsleikir

Kristoffur Jacobsen, KÍ 1 landsleikur

René Tórgarð, EB/Streymur 1 landsleikur

Christian R. Mouritsen, HB Nýliði

Gudmund Nielsen, EB/Streymur Nýliði

Gunnar Nielsen, Manchester City Nýliði

Levi Hanssen, EB/Streymur Nýliði

Odmar Færø, Brøndby IF Nýliði

Høgna Madsen, NSÍ Nýliði








Fleiri fréttir

Sjá meira


×