Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Valur Grettisson skrifar 9. júlí 2009 12:21 Maðurinn var dæmdur í átta ára fangelsi í Héraðdsómi Reykjavíkur. Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja, var einnig kærður fyrir að misnota barnunga dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. Hún tilkynnti atvikið til lögreglunnar. Orðrétt segir í dómnum: Umrætt sinn hafi dóttir ákærða gist hjá þeim og sofið í sama rúmi og ákærði og A [sambýliskona mannsins]. Er A hafi farið að sofa hafi hún verið undir áhrifum áfengis. Er A hafi vaknað um morguninn hafi hún orðið vör við blóð í rúminu, sem ekki hafi stafað frá henni. Hafi hún einfaldlega ekki þorað öðru en að gera viðvart um tilvikið Þegar haft var samband við lögmann mannsins kom í ljós að maðurinn var kærður fyrir að hafa misnotað dóttur sína en læknaskoðun hafi leitt í ljós að grunsemdirnar væru ekki á rökum reistar. Var málið látið niður falla í kjölfarið. Maðurinn, sem er 37 ára gamall var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir óhugnanlegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni yfir tveggja ára tímabil. Í dómsorði segir að gjörðir hans eigi sér engar hliðstæður í íslenskri réttarsögu. Maðurinn, sem er menntaður stjórnmálafræðingur, hyggst áfrýja dómnum en hann er sá þyngsti sinnar tegundar sem fallið hefur á Íslandi. Lögmaður hans, Hilmar Ingimundarson, telur að það sé mögulegt að aðilar sem sóttu málið séu vanhæfir. Hann bendir á að eiginkona ríkissaksóknara hafi komið að rannsókn kynferðisbrotadeildar að málinu. Þá er fulltrúi ríkissaksóknara sem sótti máli dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja, var einnig kærður fyrir að misnota barnunga dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. Hún tilkynnti atvikið til lögreglunnar. Orðrétt segir í dómnum: Umrætt sinn hafi dóttir ákærða gist hjá þeim og sofið í sama rúmi og ákærði og A [sambýliskona mannsins]. Er A hafi farið að sofa hafi hún verið undir áhrifum áfengis. Er A hafi vaknað um morguninn hafi hún orðið vör við blóð í rúminu, sem ekki hafi stafað frá henni. Hafi hún einfaldlega ekki þorað öðru en að gera viðvart um tilvikið Þegar haft var samband við lögmann mannsins kom í ljós að maðurinn var kærður fyrir að hafa misnotað dóttur sína en læknaskoðun hafi leitt í ljós að grunsemdirnar væru ekki á rökum reistar. Var málið látið niður falla í kjölfarið. Maðurinn, sem er 37 ára gamall var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir óhugnanlegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni yfir tveggja ára tímabil. Í dómsorði segir að gjörðir hans eigi sér engar hliðstæður í íslenskri réttarsögu. Maðurinn, sem er menntaður stjórnmálafræðingur, hyggst áfrýja dómnum en hann er sá þyngsti sinnar tegundar sem fallið hefur á Íslandi. Lögmaður hans, Hilmar Ingimundarson, telur að það sé mögulegt að aðilar sem sóttu málið séu vanhæfir. Hann bendir á að eiginkona ríkissaksóknara hafi komið að rannsókn kynferðisbrotadeildar að málinu. Þá er fulltrúi ríkissaksóknara sem sótti máli dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58
Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23
Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30
Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56