Ferguson: 1-0 er nóg 28. apríl 2009 16:22 Nordic Photos/Getty Images Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hann yrði hæstánægður ef hans menn næðu að leggja Arsenal að velli 1-0 á Old Trafford í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ferguson lýsir einvígi liðanna sem fullkomnu undanúrslitaeinvígi í Meistaradeildinni en ítrekar að mikilvægt sé fyrir hans menn að halda hreinu á heimavelli í fyrri leiknum. United og Arsenal hafa mæst aðeins einu sinni á leiktíðinni og þar hafði Arsenal betur 2-1 á heimavelli. "Við verðum að vinna og sleppa við að fá á okkur mark. Ég yrði hæstánægður með að vinna 1-0 og fara með það veganesti á Emirates," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag. Hann hefur nú endurheimt flesta sína menn úr meiðslum, nema hvað Gary Neville verður ekki með annað kvöld eftir að hafa meiðst um daginn. "Allir mættu á æfingu í dag nema Gary Neville og það eru góð tíðindi þegar maður er að fara að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni. John O´Shea kom inn sem varamaður um helgina og hann er heill. Nú er bara að velja liðið og ég mun glíma við það næsta sólarhringinn," sagði Ferguson. Hann reiknar að sjálfssögðu með hörkueinvígi milli þessara hörðu keppinauta. "Úrslitin í þessu einvígi ráðast ekki á morgun - svo mikið er víst. Það verður mikið eftir í síðari leiknum. Mér sýnist þetta ætla að verða hið fullkomna undanúrslitaeinvígi þegar maður lítur á leikmennina sem taka þátt í þessum leikjum," sagði Skotinn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að hann yrði hæstánægður ef hans menn næðu að leggja Arsenal að velli 1-0 á Old Trafford í fyrri leiknum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld. Ferguson lýsir einvígi liðanna sem fullkomnu undanúrslitaeinvígi í Meistaradeildinni en ítrekar að mikilvægt sé fyrir hans menn að halda hreinu á heimavelli í fyrri leiknum. United og Arsenal hafa mæst aðeins einu sinni á leiktíðinni og þar hafði Arsenal betur 2-1 á heimavelli. "Við verðum að vinna og sleppa við að fá á okkur mark. Ég yrði hæstánægður með að vinna 1-0 og fara með það veganesti á Emirates," sagði Ferguson á blaðamannafundi í dag. Hann hefur nú endurheimt flesta sína menn úr meiðslum, nema hvað Gary Neville verður ekki með annað kvöld eftir að hafa meiðst um daginn. "Allir mættu á æfingu í dag nema Gary Neville og það eru góð tíðindi þegar maður er að fara að spila undanúrslitaleik í Meistaradeildinni. John O´Shea kom inn sem varamaður um helgina og hann er heill. Nú er bara að velja liðið og ég mun glíma við það næsta sólarhringinn," sagði Ferguson. Hann reiknar að sjálfssögðu með hörkueinvígi milli þessara hörðu keppinauta. "Úrslitin í þessu einvígi ráðast ekki á morgun - svo mikið er víst. Það verður mikið eftir í síðari leiknum. Mér sýnist þetta ætla að verða hið fullkomna undanúrslitaeinvígi þegar maður lítur á leikmennina sem taka þátt í þessum leikjum," sagði Skotinn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Sjá meira