Lífið

Myndband af Susan Boyle syngjandi á yngri árum

Breska götublaðið Daily Record hefur grafið upp 25 ára gamalt myndband af piparjónkunni Susan Boyle sem hefur brætt hjörtu breskra sjónvarpsáhorfenda með söng sínum. Boyle kom öllum á óvart þegar hún mætti í hæfileikaþáttinn Britains Got Talent og hóf upp engilfagra raust sína sem sumir vilja meina að passi illa við annars ósköp venjulegt útlitið.

Nú hefur komið í ljós að Susan hefur sungið frá blautu barnsbeini en á myndbandinu rennir hún sér fagmannlega í lag úr söngleiknum Jesus Christ Superstar og annað eftir Barböru Streisand. Um er að ræða söngkeppni á bar í skosku borginni Motherwell og áhorfandi einn hafði tekið sönginn upp á myndband og af einhverjum ástæðum ákveðið að geyma spóluna. Þegar Boyle sló í gegn kannaðist ættingi mannsins við dömuna og kom á daginn að umrædd Susan var á spólunni.

Smellið hér til þess að skoða myndbandið af Susan Boyle á yngri árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.