Fótbolti

Kynþáttaníð frá eigin stuðningsmönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Maurice Edu, til hægri, er bandarískur landsliðsmaður.
Maurice Edu, til hægri, er bandarískur landsliðsmaður. Nordic Photos / AFP

Maurice Edu, leikmaður Glasgow Rangers, hefur greint frá því að hann mátti þola kynþáttaníð frá stuðningsmönnum Rangers eftir leik liðsins gegn Urinea Urziceni frá Rúmeníu í Meistaradeildinni í gær.

Rangers tapaði leiknum, 4-1, og greinti Edu frá því á twitter-síðu sinni að stuðningsmenn félagsins hafi verið með kynþáttaníð í hans garð þegar hann var að fara upp í bíl sinn eftir leikinn. Færsluna má lesa hér.

Edu hefur átt við meiðsli að stríða undanfarið en Glasgow Rangers hefur ekkert tjáð sig um málið hingað til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×