Landsvirkjun greiddi sveitarstjórnarmönnum fyrir skipulagsvinnu Ingimar Karl Helgason skrifar 2. september 2009 18:30 Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. Landsvirkjun hefur í hyggju að smíða þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta þarf að setja á skipulag, sem sveitarstjórnin hefur nú samþykkt. Málið er nú í höndum umhverfisráðherra. Virkjanirnar hafa verið mjög umdeildar í hreppnum, svo sem annars staðar á Suðurlandi. Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi sveitarstjóra í hreppnum segir sveitarstjórnarmenn hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir óbókaða fundi. Hann segir að fimm sveitarstjórnarmenn hafi fengið 200 þúsund krónur hver fyrir að sitja tíu fundi. „Landsvirkjun greiddi þennan kostnað, já," sagði Sigurður í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Sigurður segir að hreppurinn hafi fengið meira frá Landsvirkjun, í allt 11 milljónir króna. Þar á meðal lögfræðikostnað. Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra virkjana. Lögfræðikostnaðurinn einn og sér hafi numið um fimm milljónum króna, segir Sigurður. Hann segist aðspurður ekki vilja nota orðið mútur, en segir á að hreppurinn hafi orðið við beiðni Landsvirkjunar. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, sagði í samtali við fréttastofu að Sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greitt fyrir vinnufundi. Landsvirkjun hafi greitt hreppnum, sem svo hafi greitt sveitarstjórnarmönnum. Landsvirkjun hafi síðan verið sendur reikningur fyrir fundunum. Sigurður ætti að vita þetta því hann hafi gert reikningana. Gunnar Örn sagði jafnframt að sér þætti ósanngjarnt að vera nánast sakaður um mútur. Við þetta er því að bæta að Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu. Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, segir fyrrverandi sveitarstjóri. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun, í gegnum hreppinn, en er ósáttur við að vera sakaður um mútuþægni. Landsvirkjun hefur í hyggju að smíða þrjár virkjanir í Neðri Þjórsá. Tvær þeirra, Hvamms- og Holtavirkjun, eiga að vera í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Þetta þarf að setja á skipulag, sem sveitarstjórnin hefur nú samþykkt. Málið er nú í höndum umhverfisráðherra. Virkjanirnar hafa verið mjög umdeildar í hreppnum, svo sem annars staðar á Suðurlandi. Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi sveitarstjóra í hreppnum segir sveitarstjórnarmenn hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun fyrir óbókaða fundi. Hann segir að fimm sveitarstjórnarmenn hafi fengið 200 þúsund krónur hver fyrir að sitja tíu fundi. „Landsvirkjun greiddi þennan kostnað, já," sagði Sigurður í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Sigurður segir að hreppurinn hafi fengið meira frá Landsvirkjun, í allt 11 milljónir króna. Þar á meðal lögfræðikostnað. Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðra virkjana. Lögfræðikostnaðurinn einn og sér hafi numið um fimm milljónum króna, segir Sigurður. Hann segist aðspurður ekki vilja nota orðið mútur, en segir á að hreppurinn hafi orðið við beiðni Landsvirkjunar. Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða og Gnúpverjahrepps, sagði í samtali við fréttastofu að Sveitarstjórnarmenn hefðu fengið greitt fyrir vinnufundi. Landsvirkjun hafi greitt hreppnum, sem svo hafi greitt sveitarstjórnarmönnum. Landsvirkjun hafi síðan verið sendur reikningur fyrir fundunum. Sigurður ætti að vita þetta því hann hafi gert reikningana. Gunnar Örn sagði jafnframt að sér þætti ósanngjarnt að vera nánast sakaður um mútur. Við þetta er því að bæta að Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, hefur ekki svarað skilaboðum fréttastofu.
Tengdar fréttir Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38 Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna út úr kortinu „Þetta lyktar ekki vel,“ segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands um greiðslur Landsvirkjunar til sveitarstjórnarmanna sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Mér finnst þetta vera út úr kortinu,“ segir formaðurinn. 2. september 2009 19:38
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, segir að sveitarstjórnarmenn sem hafa þegið greiðslur frá Landsvirkjun verði að víkja. Skipa verði nýja menn í þeirra stað. 2. september 2009 21:30