Barcelona missteig sig örlítið í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Valencia á Mestalla-leikvanginum. Það var Thierry Henry sem skoraði jöfnunarmark Barcelona fimm mínútum fyrir leikslok.
Lionel Messi kom Barca yfir á 24. mínútu. Maduro jafnaði á 43. mínútu og Pablo skoraði skömmu síðar. Henry jafnaði svo eins og áður segir.
Eiður Smári spilaði síðustu 14 mínútur leiksins.
Barcelona hefur þar með náð 7 stiga forskoti á Real Madrid sem hefur reyndar leikið einum leik færra.