Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn 25. nóvember 2009 12:43 Þorbjörg Helga, formaður leikskólaráðs sem nú er í fæðingarorlofi, óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Mynd/GVA BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf. Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gær. Samkvæmt því verða bæturnar aldrei hærri en 75% af launum þess sem tekur fæðingarorlof og er með laun yfir 200 þúsundum í stað 80% áður. Hins vegar verði fæðingarorlofstíminn sá sami og áður. Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við skerðinguna og segir þetta skref afturábak í jafnréttismálum. Guðlaug Kristjánsdóttir er formaður BHM. „Þetta er þriðja atlagan að þessum réttindum á einu ári. Okkur þykir nóg til komið. Þetta er til þess gert að takmarka möguleika ferða á að taka sitt orlof og vinnur þannig gegn lögum um fæðingarorlof þar sem fyrirheitin eru stuðla að jafnri þátttöku foreldra í uppeldi barna og tryggja jafna stöðu á vinnumarkaði. Þannig að okkur þykir þetta vera skref afturábak," segir Guðlaug. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins og formaður leikskólaráðs í fæðingarorlofi, óttast að kostnaður færist yfir á sveitarfélögin. „Það er augljóst að það færist aukinn kostnaður við þjónustu við þessi yngstu börn yfir á sveitarfélögin því það er líklegt að foreldrar fari fyrr að vinna þegar fæðingarorlofsgreiðslunnar lækka svona," segir borgarfulltrúinn. „Það fer aukinn þrýstingur á sveitarfélögin að þjónusta þessi yngstu börn sem þurfa að jafnaði frekar dýr úrræði. Það sem er svo alvarlegt í þessu er að ríkið er að spara á einum stað en lendir á öðrum aðila. Það eru ekki nógu góð vinnubrögð," segir Þorbjörg. Þá hefur stjórn Félagsráðgjafafélags Íslands sent frá sér ályktun þar sem lýst er andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi. Félagið segir mikilvægt að tryggja barni tengsl og samveru við báða foreldra og gera báðum foreldrum mögulegt að samræma fjölskyldu og atvinnulíf.
Tengdar fréttir Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Hámarksgreiðslur í fæðingarorlof lækkaðar Hámarks greiðslur í fæðingarorlofi verða lækkaðar úr 350 þúsund krónum á mánuði í 300 þúsund, samkvæmt drögum að frumvarpi sem félagsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í morgun. 24. nóvember 2009 18:55
BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25. nóvember 2009 08:35