Röskva kallar eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar 14. apríl 2009 11:12 Stúdentar fóru í setuverkfall fyrr í apríl til að knýja á um lausn sinna mála. Mynd/ Anton Brink. „Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti. Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira
„Stúdentum við Háskóla Íslands virðist hrunið rétt að hefjast. Þúsundir þeirra sjá fram á atvinnu - og jafnvel tekjuleysi í sumar en ríkisstjórnin er tvístígandi og frestar í sífellu ákvörðun. Örvænting grípur um sig meðal stúdenta sem margir hverjir hafa fjölskyldur á sínu framfæri og afborganir og skuldabyrði á bakinu líkt og aðrir samfélagsþegnar," segir Bergþóra Snæbjörnsdóttir, oddviti Röskvu, í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Bergþóra spyr sig að því endurreisn hverrja sé hafin þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segi að endurreisn íslensks samfélags sé hafin. „Þrátt fyrir að í landinu sé nú yfirlýst velferðar- og jafnaðarstjórn hefur mismunun meðal stúdenta jafnvel aldrei verið meiri. Einkareknu skólarnir hafa allir brugðist við og munu bjóða upp á nám í sumar. Í raun stendur ríkið straum af kostnaðinum sem hlýst af sumarönnunum þrátt fyrir að þessir skólar eigi að heita einkareknir: forsenda þess að þeir geti tekið sjálfstæða ákvörðun um sumarannir er nefnilega skólagjöldin - skólagjöldin sem hinn ríkisrekni Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar stúdentum fyrir," segir Bergþóra. Hún bendir á að á sama tíma sjái ríkið sér ekki fært að greiða framfærslulán til stúdenta í þjóðarháskólanum, Háskóla Íslands, sem sé háður beinum fjárframlögum frá ríkinu. Þeir stúdentar séu því upp á náð og miskunn félagsþjónustunnar komnir. „Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að dýpka enn gjána í íslensku samfélagi? Er það virkilega stefna ríkisstjórnarinnar að auka misskiptingu? Er það virkilega stefna ríkissstjórnarinnar að einkavæða menntakerfið hægt og bítandi með því að sjá til þess að einkareknu skólarnir njóti ávallt forréttinda umfram og á kostnað ríkisskólanna?" spyr Bergþóra. Hún segir að sé þetta ekki stefna ríkisstjórnarinnar verði hún að bregðast hratt við og leiðrétta þetta misrétti.
Kosningar 2009 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Sjá meira