Viðskipti erlent

Óvíst hvaða áhrif gjaldþrot Baugs hefur á Saks

Óvíst er hvaða áhrif gjaldþrot Baugs hefur á Saks verslunarkeðjuna í Bandaríkjunum en Baugur á 8,5% í Saks.

Í umfjöllun á Reuters um málið segir að Steve Sadove forstjóri Saks hafi verið spurður um málið á neytendaráðstefnu í síðustu viku og þar hafi hann sagt að hann vissi ekki meir um málið, þ.e. gjaldþrot Baugs, en það sem hann hefði séð í fjölmiðlum.

Ráðstefnan var sent út beint á netinu og sagði Sadove að hann vissi um eignarhald Baugs í Saks. Aðspurður um áhrifin af gjaldþroti Baugs svaraði Sadove: "Í rauninni veit ég ekki svarið við þeirri spurningu."

Hlutir í Saks féllu um 86% á síðasta ári og hefur verslunarkeðjan eins og flestir aðrir í Bandaríkjunum orðið verulega illa fyrir barðinu á fjármálakreppunni.

Saks rekur 51 tískuvöruverslun í Bandaríkjunum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×