Fótbolti

Juventus leikur fyrir luktum dyrum

Nordic Photos/Getty Images

Juventus hefur verið dæmt til að spila deildarleik fyrir luktum dyrum eftir að stuðningsmenn liðsins beittu Mario Balotelli hjá Inter kynþáttaníð í leik um helgina.

Juventus þarf því að spila einn af síðustu deildarleikjum sínum fyrir luktum dyrum.

Það var íþróttadómarinn Gianpaolo Tosel sem brást við kvörtunum frá Inter með þessum hætti, en í yfirlýsingu frá honum kemur fram að minnst tíu sinnum hafi áhorfendur sýnt Balotelli skammarlega framkomu og að vallarstarfsmenn hafi ekkert gert til að bregðast við ástandinu.




Tengdar fréttir

Fordæmir kynþáttaníð stuðningsmanna Juventus

Massimo Moratti, forseti Inter Milan, segir að hann hefði tekið lið sitt af velli ef hann hefði orðið vitni að meintri hegðun stuðningsmanna Juventus í toppleik liðanna í ítölsku A-deildinni í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×