Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið í hendurnar yfirlýsingu stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann, sem stjórnvöld lofuðu þeim eftir fund þeirra í gær. Ef að stöðugleikasáttmálinn heldur ekki munu kjarasamningar renna út á morgun og upplausn myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir því að ASÍ og Samtök atvinnulífsins muni funda vegna málsins seinna í dag.
Aðilar vinnumarkaðarins hafa gagnrýnt skattaáform ríkisstjórnarinnar harðlega en ASÍ vill að persónuafsláttur verði hækkaður um tæpar 7 þúsund krónur.
Hafa fengið yfirlýsingu stjórnvalda
