Fyrirvarar við Icesave-samning frá sjónarhóli hollensks borgara 25. september 2009 06:00 Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hollenska ríkisstjórnin hefur hikað við að samþykkja kröfur og fyrirvara Alþingis vegna Icesavesamkomulagsins sem svo er kallað. Nokkurar óánægju gætti meðal hollenskra stjórnmálamanna þegar fréttist af fyrirvörum þeim sem Alþingi setti fyrir ríkisábyrgð á lánum vegna Icesave-samkomulagsins. Það kom þeim svosem ekki á óvart að Alþingi vildi breytingar á upphaflegu samkomulagi, enda vitað að Ísland ætti í miklum efnahagslegum þrengingum. Það var form samskiptanna sem kallaði fram óánægju. Það var eins og Alþingi segði við Holllendinga: „Við endurgreiðum ekki lánið nema að samþykktum gefnum skilmálum. Þið getið valið um að fá það sem ykkur er boðið eða að fá ekki neitt.“ Þetta er rétt eins og húseigandi ákveði hvað honum finnist sanngjarnt að borga í afborganir af lánum sínum án þess að ræða það við bankann sem veitti lánið. Skilmálar Alþingis eða „óskir“ svo notað sé orðfæri Fjármálaráðuneytis Hollands, breyta upphaflega samkomulaginu sáralítið. Þar er þó eitt atriði sem er ásteitingarsteinn. Samkvæmt skilmálum Alþingis mun Ísland endurgreiða 1,3 milljarða evra á tímabilinu 2016 til 2024. En vegna þess að Alþingi hefur tengt hámark árlegrar endurgreiðslu við hagvöxt er möguleiki á að einhver hluti skuldarinnar verði ógreiddur árið 2024. Mér skilst að þessi möguleiki sé ekki stórvægilegur. Styrkist gengi krónunnar og verði hagvöxtur á Íslandi í takt við spár Alþjóða gjaldeyrissjóðsins mun Ísland hafa borgað upp skuld sína við Hollensk stjórnvöld á árinu 2024. En hér er um grundvallaratriði að ræða. Vilji Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, ekki endurgreiða lán, hvernig getum við ætlast til þess að önnur lönd, miklu fátækari, endurgreiði sín lán? Hollensk stjórnvöld hafa þegar sýnt mikinn vilja til að breyta upphaflegu samkomulagi þannig að dregið verði úr þrengingum íslendinga. Ef það þýðir lengri endurgreiðslutíma en þegar hefur verið rætt um þá er það í góðu lagi. En það verður þó erfitt að víkja frá því sem einn af þingmönnum á Hollenska þinginu sagði: „Þeir verða að borga alla upphæðina með vöxtum.“ Það er að sjálfsögðu langt í frá auðvelt fyrir venjulegt fólk að sætta sig við að greiða skuldir sem einkareknir bankar stofnuðu til. En það er ekki bara almenningur á Íslandi sem þarf að sætta sig við þau örlög. Sama á við um Breskan og Hollenskan almenning sem einnig þarf að borga stórar fúlgur vegna mistaka breskra og hollenskra banka. Og það er rétt að halda því til haga að hollenskir skattgreiðendur munu borga hluta af reikningnum vegna Icesave. Þeir leggja fram greiðslur vegna innistæðna sem voru tryggðar umfram 20.887 evrur á hverjum reikningi. Komi í ljós í framtíðinni að endurgreiðslurnar vegna Icesave-samkomulagsins séu Íslandi of þungbærar þá verður fundin ásættanleg lausn. En enn er alltof snemmt, séð frá Hollenskum sjónarhól, að ræða um að fella niður hluta af þessari skuld. Höfundur er ritstjóri z24.nl, sem er leiðandi vefrit á sviði viðskiptafrétta í Hollandi og hluti af E24 International.
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun