Handbolti

HM: Króatar áfram - Danir unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mikkel Hansen fagnar einu marka sinna gegn Makedóníu í dag.
Mikkel Hansen fagnar einu marka sinna gegn Makedóníu í dag. Nordic Photos / Getty Images
Danir unnu nauðsynlegan sigur á Makedóníu í milliriðli 2 á HM í handbolta sem fer fram í Króatíu. Heimamenn eru komnir áfram í undanúrslitin eftir sigur á Slóvakíu.

Danir höfðu eins marks forystu í hálfleik gegn Makedóníu, 13-12, en tóku svo völdin í þeim síðari og unnu öruggan sigur, 32-24.

Sigurinn dugði Dönum til að komast á topp riðilsins en þeir eru þó ekki öruggir með sæti í undanúrslitunum.

Króatar eru hins vegar öruggir áfram, rétt eins og Frakkar og því lítil spenna í fyrri milliriðlinum fyrir lokaumferðina sem fer fram á þriðjudaginn.

Króatar eru enn ósigraðir eftir sigurinn á Slóvökum í dag, 31-25. Staðan í hálfleik var 18-13, heimamönnum í vil.

Farið verður betur yfir stöðu liðanna fyrir lokaumferðina í HM-samantekt Vísis sem birtist hér síðar í kvöld.

Milliriðill 1:

Úrslit:

Svíþjóð - Ungverjaland 30-31

Suður-Kórea - Frakkland 21-30

Króatía - Slóvakía 31-25

Staðan:

Frakkland 8 stig (+30 í markatölu)

Króatía 8 (+16)

Ungverjaland 3 (-9)

Slóvakía 3 (-12)

Svíþjóð 2 (-6)

Suður-Kórea 0 (-19)

Milliriðill 2:

Úrslit:

Serbía - Pólland 23-35

Noregur - Þýskaland 25-24

Danmörk - Makedónía 32-24

Staðan:

Danmörk 6 stig (+9 í markatölu)

Þýskaland 5 (+16)

Pólland 4 (+8)

Noregur 4 (-2)

Serbía 3 (-12)

Makedónía 2 (-19)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×