Hópur mæðra í Sísjúan héraði í Kína fékk í dag í fyrsta sinn að sjá börnin sín eftir margra mánaða fjarveru þeirra. Börnin voru öll send í skóla í öðrum landshluta eftir að sólabyggingar þeirra heimafyrir hrundu í gríðarmiklum jarðskálfta fyrir tæpu ári.
90 þúsund manns fórust í stóra skjálftanum og fjölmörgum eftirskjálftum sem riðu yfir Sísjúan hérað í suðvestur Kína í maí í fyrra. Fyrsti skjálftinn var gríðaröflugur og mældist sjö komma níu á Richter.
Fjölmargir skólakrakkar fórust þegar skólabyggingar hrundu yfir þá.
Ríflega 1.200 börnin sem lifðnu hamfarirnar af voru send í skóla annars staðar í Kína, fjarri fjölskyldum sínum. Mörg börnin hafa ekki séð foreldra sína svo mánuðum skiptir.
Mæðradagurinn er í dag og af því tilefni var komið á fjarfundi milli mæðra og barna þeirra.
Verið er að endurreisa skólabyggingarnar og því vonir bundnar við að börnin komist flest heim innan tíðar. Ein móðirin sagði á fundinum í dag að því ætti að ljúka eftir tvo mánuði.
Erlent