Ásta: Fínt að spila inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2009 10:00 Ásta Árnadóttir. Mynd/E. Stefán Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira