Ásta: Fínt að spila inni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2009 10:00 Ásta Árnadóttir. Mynd/E. Stefán Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta." Íslenski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Ásta Árnadóttir segist lítast vel á að spila inni í Kórnum þegar að Ísland mætir Hollandi í vináttulandsleik í dag klukkan 16.00. „Sumarið á nú að vera komið en það er fínt að geta farið inn," sagði Ásta í samtali við Vísi. Hún sagðist heldur ekki óvön því að spila á gervigrasi þó svo að sumarið væri komið í Svíþjóð þar sem hún spilar nú. „Það eru þó nokkur lið sem spila á gervigrasi í Svíþjóð og við erum því ekki óvanar því," sagði hún. „Og það skiptir í raun ekki máli hvort gervigrasið sé inni eða úti - þetta er allt eins." Hún býst við erfiðri viðureign gegn Hollandi í dag. „Mér líst vel á þennan leik. Við fengum að vita að þær unnu Frakka 2-0 á útivelli og því ljóst að þetta er hörkulið." Ásta leikur með sænska B-deildarliðinu Tyresö og segir hún að dvölin sín þar sé í raun betri en hún átti von á. „Það er frábær umgjörð í kringum liðið og reynt að hafa allt sem flottast. Knattspyrnukonur á Íslandi hafa það þó mjög gott alla vega miðað við það sem ég hef kynnst. En það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt," sagði Ásta. Einum leik er lokið á tímabilinu. „Við mættum nýliðum í deildinni og það var gott lið. Við unnum þær 3-0 en það var alls ekki sjálfgefið að vinna þanna leik. Þessi deild er nokkuð jöfn og verður væntanlega mikil barátta enda mörg góð lið. Við ætlum okkur upp þó það er það ekki sjálfsagt mál að vinna alla okkar leiki." Hún segir að auk Tyresö er búist við því að tvö lið munu berjast um toppsæti hennar riðils en sænska B-deildin skiptist í noður- og suðurriðil. Aðeins eitt lið úr hvorum riðli kemst beint upp. Ásta hefur verið að spila sem vinstri bakvörður með liði sínu en ekki sem miðvörður eins og hún er vön. „Það er gaman að takast á við það verkefni. Þjálfarinn vill að ég sé nokkuð sókndjörf og liðið er einnig duglegt að nýta innköstin," sagði hún en eins og kunnugt er hefur Ásta vakið athygli fyrir svokölluð flikk-flakk-innköst eða heljarstökks-innköst. „Svíarnir hafa ekki séð mikið af þessu og því um að gera að nýta þetta."
Íslenski boltinn Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira