Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði.
Skútan mun vera með mikið af fíkniefnum innanborðs.
Enginn svör fást hjá landhelgisgæslunni en þau svör fengust hjá lögreglunni að tilkynning um málið yrði send út síðar í dag.