Innlent

Útilokar ekki þingframboð

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki útiloka þingframboð.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segist ekki útiloka þingframboð.

„Ég hef ekkert íhugað þetta sérstaklega," svarar bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Lúðvík Geirsson hvort hann hyggi á framboð til Alþingis fyrir hönd Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Fyrsti þingmaður kjördæmisins, Gunnar Svavarsson, tilkynnti á kjördæmaþingi flokksins í gærkvöldi að hann hyggðist ekki sækjast eftir áframhaldandi kjöri á þingi.

Flokksmenn hafa velt vöngum fyrir því hver eigi þá að taka sæti Gunnars og er rætt um Lúðvík í því samhengi. Sjálfur segist Lúðvík ekkert útiloka neitt en tekur fram að flokkurinn hljóti að setjast niður og skoða hvernig best sér að tryggja öflugan málsvara Hafnfirðinga inn á þing.

Lúðvík segir að ákvörðun Gunnars hafi komið honum, og öðrum flokksmönnum, í opna skjöldu. Gunnar segir að ákvörðun sín sé tekin vegna þess að endurnýjunar sé þörf á Alþingi, hann hafi nú svarað því kalli.








Tengdar fréttir

Netprófkjör í Suðvesturkjördæmi

Á kjördæmaþingi Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi sem haldið var í Hafnarfirði í gærkvöldi var ákveðið að halda netprófkjör um fimm efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu dagana 12. til 14. mars. Þingið samþykkti að bjóða fram fléttulista í kosningunum í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×