Enski boltinn

Neville og O´Shea úr leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neville haltrar af velli í kvöld.
Neville haltrar af velli í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Þeir Gary Neville og John O´Shea gætu misst af síðustu vikum tímabilsins eftir að hafa báðir meiðst í leiknum gegn Portsmouth í kvöld.

Neville meiddist snemma í leiknum og í hans stað kom einmitt O´Shea. Hann haltraði af velli snemma í síðari hálfleik meiddur á ökkla.

Báðir gætu misst af því sem eftir lifir af tímabilinu eftir því sem Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, sagði.

„Þeir verða frá í margar vikur. Þetta voru slæmar tæklingar sem þeir fengu en dómarinn gerði ekkert í þessu. Maður býst venjulega við smá vernd frá Peter Walton en því var ekki að heilsa í kvöld," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×