Enski boltinn

Carlos Tevez: Hrifnari af Wayne Rooney en Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og Wayne Rooney.
Carlos Tevez og Wayne Rooney. Mynd/AFP
Carlos Tevez segir að Wayne Rooney sé besti leikmaður sem hann hefur spilað með og sé þar með betri en Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa verið kosnir knattspyrnumenn Evrópu tvö síðustu ár.

„Ég hef haft heiður af því að spila með mörgum frábærum leikmönnum. Hjá United spilaði ég með Cristiano og ég hef síðan spilað með Messi í landsliðinu. Hjá Boca Juniors spilaði ég með Martin Palermo sem var mjög góður," segir Tevez og bætir við:

„Sá sem ég er hrifnastur af er Wayne Rooney. Hann hefur allt og er mjög fullkominn leikmaður," segir Tevez. "Það spillir ekki fyrir að við eigum svipaðan bakgrunn. Fátæktin sem hann upplifði í Liverpool er þó ekkert í líkingu við þær aðstæður sem ég ólst upp við í Fuerte Apache í Argentínu," segir Tevez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×