Sakar Framsókn um pólitíska spillingu í útboði Höskuldur Kári Schram skrifar 19. október 2009 18:54 Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Fonsi sakar framsóknarmenn um pólitíska spillingu og sóðaskap í tengslum við útboð á framkvæmdum í miðbæ Reykjavíkur. Hann útilokar ekki að málið verði kært. Málið snýst um uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. Tilboð Fonsa hljóðaði upp á tæpar 138 milljónir en Eykt bauð hins vegar rúmar 143 milljónir króna í verkið. Tilboði Fonsa var hafnað þar sem fyrirtækið þótti ekki hafa uppfyllt öll skilyrði útboðsins. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var eiginfjárstaða ekki yfir skilyrtu lágmarki útboðsins. Félagið er hins vegar yfir lágmarkinu samkvæmt árshlutareikningi fyrir núgildandi ár. Þá er einnig um það deilt hvort félagið hafi reynslu af jafn stórum framkvæmdum og hér um ræðir. Framkvæmdastjóri Fonsa segir augljóst að útboðið hafi verið fyrirfram ákveðið og ljóst að Eykt átti að fá verkefnið. Vísar hann meðal annars til þess að Eykt hafi borgað í kosningasjóð framsóknarmanna á sínum tíma. „Ég tel að þetta sé pólitík spilling sóðaskapur sem við viljum ekki sjá," segir Sigurfinnur Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Fonsa en spurður hvað hann eigi nákvæmlega við svarar hann: „Við vitum öll sem fylgjum með fréttum tengslin á milli framsóknarmanna í Reykjavík og umrædds fyrirtækis og ég held að það sé enn einu sinni að koma í ljós að þeir eru að uppskera fyrir styrk til Framsóknarflokksins." Hallur Magnússon, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar og fulltrúi framsóknarmanna í ráðinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi verið hægt að fallast á tilboð Fonsa þar sem félagið hafi ekki uppfyllt öll skilyrði. Ekki hafi verið hægt að taka árshlutareikning félagsins gildan þar sem hann hefur ekki skattalegt gildi. Hallur vísar ennfremur ásökunum um spillingu á bug. Sigurfinnur hefur nú sett í samband við lögfræðing Samtaka iðnaðarins og íhugar nú að kæra málið. Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Fonsi sakar framsóknarmenn um pólitíska spillingu og sóðaskap í tengslum við útboð á framkvæmdum í miðbæ Reykjavíkur. Hann útilokar ekki að málið verði kært. Málið snýst um uppbyggingu á brunareitnum svokallaða á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Verkið var boðið út í síðasta mánuði og átti verktakafyrirtækið Fonsi lægsta tilboðið. Eykt sem átti næst lægsta tilboðið fékk hins vegar verkið. Tilboð Fonsa hljóðaði upp á tæpar 138 milljónir en Eykt bauð hins vegar rúmar 143 milljónir króna í verkið. Tilboði Fonsa var hafnað þar sem fyrirtækið þótti ekki hafa uppfyllt öll skilyrði útboðsins. Samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2008 var eiginfjárstaða ekki yfir skilyrtu lágmarki útboðsins. Félagið er hins vegar yfir lágmarkinu samkvæmt árshlutareikningi fyrir núgildandi ár. Þá er einnig um það deilt hvort félagið hafi reynslu af jafn stórum framkvæmdum og hér um ræðir. Framkvæmdastjóri Fonsa segir augljóst að útboðið hafi verið fyrirfram ákveðið og ljóst að Eykt átti að fá verkefnið. Vísar hann meðal annars til þess að Eykt hafi borgað í kosningasjóð framsóknarmanna á sínum tíma. „Ég tel að þetta sé pólitík spilling sóðaskapur sem við viljum ekki sjá," segir Sigurfinnur Sigurjónsson, framkvæmdarstjóri Fonsa en spurður hvað hann eigi nákvæmlega við svarar hann: „Við vitum öll sem fylgjum með fréttum tengslin á milli framsóknarmanna í Reykjavík og umrædds fyrirtækis og ég held að það sé enn einu sinni að koma í ljós að þeir eru að uppskera fyrir styrk til Framsóknarflokksins." Hallur Magnússon, formaður innkauparáðs Reykjavíkurborgar og fulltrúi framsóknarmanna í ráðinu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að ekki hafi verið hægt að fallast á tilboð Fonsa þar sem félagið hafi ekki uppfyllt öll skilyrði. Ekki hafi verið hægt að taka árshlutareikning félagsins gildan þar sem hann hefur ekki skattalegt gildi. Hallur vísar ennfremur ásökunum um spillingu á bug. Sigurfinnur hefur nú sett í samband við lögfræðing Samtaka iðnaðarins og íhugar nú að kæra málið.
Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira